Ferill 929. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1375  —  929. mál.
Stjórnartillaga.



Tillaga til þingsályktunar


um staðfestingu sameiginlegrar bókunar um fiskveiðiviðræður milli Íslands og Grænlands varðandi aðgang til makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2024.


Frá utanríkisráðherra.



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd sameiginlega bókun um fiskveiðiviðræður milli Íslands og Grænlands varðandi aðgang til makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2024.

Greinargerð.

    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á sameiginlegri bókun um fiskveiðiviðræður milli Íslands og Grænlands varðandi aðgang til makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2024 sem undirrituð var 18. desember 2023. Bókunin er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari í enskri frumútgáfu ásamt íslenskri þýðingu.
    Sem hluti af samningaviðræðum Íslands og Grænlands um loðnu og gullkarfa fóru fram viðræður um aðgang til makrílveiða. Sameiginlega bókunin um makrílveiðar var undirrituð 18. desember 2023 og felur í sér gagnkvæmar aðgangsheimildir til makrílveiða. Samkvæmt bókuninni munu Ísland og Grænland veita allt að tveimur skipum aðgang að efnahagslögsögu hvors um sig til veiða á allt að tíu þúsund tonnum af makríl úr eigin aflamarki, svo fremi sem hvorugur aðili geri hlutasamning um stofninn. Ef annaðhvort ríki verður aðili að hlutasamningi er heimilt að segja bókuninni upp.
    Grænlenskum skipum, sem veiða makríl í lögsögu Íslands, verður skylt að heimila eftirlitsmanni Fiskistofu að vera um borð, sé þess krafist. Í samræmi við grænlensk lög kann þess sömuleiðis að vera krafist að íslensk skip hleypti eftirlitsmanni Grænlendinga um borð.
    Aðilar voru sammála um að líta ætti á árið 2024 sem reynslutímabil. Árangur og þörf á hugsanlegri endurskoðun verður metin í lok árs 2024 eða í byrjun árs 2025.


Fylgiskjal.


    SAMEIGINLEG BÓKUN UM FISKVEIÐIVIÐRÆÐUR MILLI ÍSLANDS OG GRÆNLANDS VARÐANDI AÐGANG TIL MAKRÍLVEIÐA Á NORÐAUSTUR-ATLANTSHAFI Á ÁRINU 2024

     1.      Sendinefnd Íslands undir forystu Guðmundar Þórðarsonar, matvælaráðuneytinu, og sendinefnd Grænlands undir forystu Iben Funch Døj, fiskveiða- og veiðiráðuneytinu, höfðu samráð með tölvupósti 18. desember 2023.
     2.      Aðilar minntust árlegs fundar sameiginlegrar fiskveiðinefndar Íslands og Grænlands sem haldinn var á netinu 13. apríl 2023 og í eigin persónu 30. júní til 3. júlí 2023. Hér samþykktu aðilar að gera tvíhliða sameiginlega bókun um aðgang til veiða á eigin aflamarki ríkjanna í makríl innan efnahagslögsögu hvors annars.
     3.      Aðilar voru sammála um að aflamagn fyrir makríl á Norðaustur-Atlantshafi árið 2024 ætti að byggjast á 739 386 tonnum.
     4.      Þar sem ekki er fyrir hendi heildarsamningur um skiptingu aflamarks tók Ísland mið af því að Grænland muni setja sér 48 060 tonna aflamark fyrir árið 2024 sem er 6,5% af leyfilegum heildarafla. Grænland tók mið af því að Ísland muni setja sér 121 999 tonna aflamark fyrir árið 2024 sem er 16,5% af leyfilegum heildarafla.
     5.      Ísland og Grænland munu veita allt að tveimur skipum aðgang að efnahagslögsögu hvors um sig til veiða á allt að 10 000 tonnum af makríl úr eigin aflamarki hvors ríkis, svo fremi að hvorugur aðili geri hlutasamning um stofninn. Í því tilfelli gæti aðgangur verið bannaður. Fiskveiðitímabilið árið 2024 verður reynslutímabil. Að reynslutímabilinu loknu verða skilyrðin tekin til endurskoðunar.
     6.      Íslensk skip munu hafa aðgang til makrílveiða í efnahagslögsögu Grænlands með sömu skilmálum og grænlensk skip. Grænlensk skip munu hafa aðgang til makrílveiða í efnahagslögsögu Íslands. Svæðatakmarkanir kunna að verða settar til þess að halda meðafla af íslenskri sumargotssíld í lágmarki.
     7.      Að því er varðar veiðar á makríl í efnahagslögsögu Grænlands gilda skilyrði um sýnatöku og munu leiðbeiningar fylgja í viðauka við leyfið. Í samræmi við grænlensk lög kann þess að verða krafist að íslensk skip hleypi eftirlitsmanni um borð.
     8.      Að því er varðar veiðar á makríl í efnahagslögsögu Íslands gilda skilyrði um sýnatöku og munu leiðbeiningar fylgja í viðauka við leyfið. Krafa verður gerð um að skip hleypi eftirlitsmanni um borð.
     9.      Bókunin tekur endanlega gildi þegar aðilarnir hafa uppfyllt nauðsynleg stjórnskipuleg skilyrði fyrir gildistöku þess.

18. desember 2023


Fyrir hönd sendinefndar Íslands Fyrir hönd sendinefndar Grænlands
Guðmundur Þórðarson Iben Funch Døj


AGREED RECORD OF FISHERIES CONSULTATION BETWEEN ICELAND AND GREENLAND ON ACESS OF MACKEREL IN THE NORTH-EAST ATLANTIC FOR 2024

     1.      A delegation from Iceland headed by Guðmundur Þórðarson, Ministry of Food, Agriculture and Fisheries, and a delegation from Greenland headed by Iben Funch Døj, Ministry of Fisheries and Hunting consulted via e-mail on 18 December 2023
     2.      The parties recalled the Annual Meeting of the Joint Icelandic-Greenlandic Fisheries Commission held online 13th of April 2023 and in person 30th of June to 3rd of July 2023. Here the parties agreed to enter into a bilateral Framework Arrangement that grants access to fish national mackerel quota in each other's EEZ.
     3.      The parties agreed that 739,386 should represent the level of catches for mackerel in the North-East Atlantic for 2024
     4.      In the absence of a comprehensive quota-sharing agreement, Iceland noted that Greenland will set a national quota for 2024 at 48,060 tons which constitutes 6.5% of Total Allowable Catch (TAC). Greenland noted that Iceland will set a national quota for 2024 at 121,999 tons which constitutes 16.5% of Total Allowable Catch (TAC).
     5.      Iceland and Greenland will grant access to fish up to 10,000 tons of mackerel in each other's EEZ from their respective national quotas with up to 2 vessels, as long as neither Party enters into a partial agreement on the stock. In that case access might be prohibited. The fishing season of 2024 will be a probationary period. Following the probationary period, the conditions will be reconsidered.
     6.      Icelandic vessels will have access to fish for mackerel in the Greenlandic EEZ on the same terms as the Greenlandic vessels. Greenlandic vessels will have access to fish for mackerel in the Icelandic EEZ. In order to minimize bycatch of Icelandic Summer Spawning Herring, area restrictions may be put in place.
     7.      For the fishery for mackerel in the Greenlandic EEZ conditions on sampling apply and guidelines will be annexed to the license. As according to Greenlandic legislation, Icelandic vessels may be required to take an observer onboard.
     8.      For the fishery for mackerel in the Icelandic EEZ conditions on sampling apply and guidelines will be annexed to the license. Vessels will be required to take an inspector onboard.
     9.      The agreement will enter finally into force when the Parties have fulfilled their constitutional requirements necessary for the entry into force of the arrangement.

18 December 2023

For the delegation of Iceland For the delegation of Greenland
Guðmundur Þórðarson Iben Funch Døj